Nei heyrðu mig nú

Djöfull hata ég Strætó.

 

Þegar ég byrjaði aftur í skóla í janúar þá var ég of sein í fyrsta tímann minn.

Ég þarf að taka 14 héðan, bíða í 3 mínútur á Hlemmi og taka 13. Númer 14 var 10 mínútum of seinn, og konan í upplýsingunum á Hlemmi sagði mér að það væri eðlilegt. Ég ætti að taka hann 20 mínútum fyrr til að vera örugg.


HA?!? Á ég að taka 20 mínútum fyrr því að það sé EÐLILEGT að strætó sé  allt of seinn?? Andksotans aumingjar eru þeir. Það er ekki ÞAÐ mikil umferð að þeir ættu að vera svona mikið seinir, leiðakerfið hlýtur að vera reiknað út með umferð í huga. Annað væri rítardískt.

 Svo fékk ég lánaðan bíl. Núna hins vegar er ég byrjuð að vinna og þarf að taka strætó... Og þá breyta þeir þessu.... Andskotar.

Hvernig verður þetta á kvöldin? Fjörtíu mínútna fresti? KLUKKUTÍMA fresti?


Svo eru þessir vagnstjórar argans dónar og kunna ekki að keyra. Ég væri vel til í að slíta hausinn af þeim ófáum. 


mbl.is Allar strætóferðir á 30 mínútna fresti í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arfi

Jii ég vissi það ekki!

Ég hef nokkrum sinnum séð mann standa fremst með einhverja klukku... þá er kannski bara verið að yfirfara eða einhver stikkprufa, ég veit ekki... En ég hélt alltaf að það væri fyrir einskonar updates...

Haha mér fannst það toppa allt þegar þeir ákváðu að taka í burtu strætóskýli og stoppistöð við Hamrahlíðina - sem hýsir bara einn af stærstu framhaldsskólum landsins Það hefur komið í ljós að svo margir taka 13 á virkum dögum að á tímabili voru tveir vagnar fyrir klukkan átta, bara svo maður þyrfti ekki að labba í skólann. Þeir sem bjuggu í vesturbænum fengu sæti, en við hin sem komum inn á hlemmi þurftum að troðast. 

Sparnaður, sparnaður... je ræt, þeir eru að stráfella viðskiptavini!
*pirr*

Arfi, 22.5.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband