Ég fór einusinni í sveitina.

Þar keyrðu allir um í traktorum, og einu fötin sem fólkið átti voru föt sem þau höfðu prjónað sjálf. Skórnir voru úr roði. Ég var litin illum augnaráðum þar sem ég var í Nike peysu, þau héldu í fyrstu að ég væri seiðkona.

 Loksins er ég náði að sannfæra liðið um að ég væri ekki svo slæm, og seiðkona væri ég ekki, þá náðu þau að yfirlíta þá döpru staðreynd að ég prjóna ekki fötin mín sjálf.
Við unglingarnir lékum okkur að legg og skel, en svo þurftu þau að fara aftur á akurinn með orfið og ljána.

"Bóndi sæll, fæ ég leyfi þitt til að nota Internetið í eitt stutt augnablik?"
"Eruð þér vitfirrtar?!? Hvað er þetta "Indrenat" sem þér talið um?"
"Þekkir þú ekki INTERNETIÐ??? Æi leyfðu mér að nota símann, ég verð að vita stöðuna á bankareikningnum"
"Nei hættið þér nú alveg, unga snót. Sími? Bankareikningur? Hann Jón á næsta bæ er nú vitfirrtur eins og þér, kannski hann hafi stund til að hlusta á yðar rugl"

 

Svona er þetta í sveitinni Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

hahahahahhahahaa

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 22.5.2007 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband