Gærkvöldið o_O

Nokkrar af okkur stelpunum ákváðum að kíkja í bíó, á spæderman. Vúú! Þó ég muni ekki neitt eftir mynd no2, þá hlakkaði ég samt til. 

Mættum uppí Regnboga. Ein af stelpunum hafði komið með 10 ára systur sína... Well, allt í lagi! Myndin hófst, ógó spennandi! Svo eftir um það bil 40 mínútur (myndin er 2h40) kviknaði ljós aftast í salnum, svona ljóskastari! Ein af okkur fór fram og lét vita. Þegar hún kom til baka hafði allt tal brenglast. Allt hljómaði eins og það væri í dós. Önnur hljóð voru í fínu. Þetta var sko ógó spennandi atriði, alveg hrikalega flott! Hún fór aftur fram.

Skömmu seinna slökknaði á myndinni. Bið. Endalaus bið. Ætli þetta hafi ekki verið um 20 mínútur. Á einum tímapunkti fór ég fram og spurði hvort þetta væri venjulega hléið (sem gat samt ekki verið vegna lengdar myndarinnar), þau sögðu að það væru 3 mínútur í myndina.
10 mínútum seinna kom strákur inn, starfsmaður, og sagði  okkur að rafmagnið hefði dáið í sýningarherberginu, og við þyrftum að fara heim. Fengum frímiða.

Hvað gera stelpur á girl's night out með 10 ára barn þá?

Kaffihús!

Við röltum niðrí bæ, ætluðum á Café Paris. En þá kom í ljós að það var stútfullt. Eftir að hafa athugað nokkur kaffihús, annað hvort full eða lokuð, ákvað litla stelpan að hún vildi fara heim. Þrátt fyrir tilraunir mínar til að múta henni með ís eða súkulaðiköku og kakói, þá vildi hún heim. Systir hennar, vinkona mín, var háð fari hjá annari stelpu, en þriðja stelpan var LÍKA háð fari hjá henni. Ég var eina sem var laus og liðug á strætó. Ojæja....
Við röltum allar upp á hverfisgötu, þar sem bílnum var lagt EFST. Þú veist , hjá 10-11. Við sátum allar inní bíl og spjölluðum smá... Þangað til ég ákvað að það væri tími til kominn að fara í strætóskýlið og bíða eftir vagninum mínum.

Það voru 5 mínútur í hann þegar ég fattaði að hann stoppaði alls ekkert þarna!
Ég hljóp á Hlemm, með poka fullan af mat sem ég keypti í  áður nefndri 10-11 búð,  og settist niður þar. Hjúkket, nokkrar mínútur í hann!

Beið. Og beið. Ákvað loks að eg hefði líklegast misst af síðasta vagninum =/ Klukkan var orðin rúmlega 11. Alas!! Hann kom! Hann stoppaði í sirka sekúndu og keyrði svo áfram!!! Ég átti fótum mínum fjör að launa, náði honum loksins á rauðu ljósi. Það var líka einhver róni sem náði honum þar. Bílstjóranum fannst þetta voðalega fyndið. Það er nú gott. Ég missteig mig á hlaupunum og fann til í fæti og baki. 

Eftir um það bil mínútu í vagninum, tómum fyrir utan mig, rónann og bílstjórann káta, þá kom júróvisjónlagið í útvarpið. Bílstjórinn hækkaði, mjög hátt, og söng með! Róninn tók undir. Ég var farin að halda að þetta væri Kleppur - hraðleið. Jii....  


Þetta var speees kvöld.... get ekki sagt að það hafi verið mjög vel heppnað. Vona að kvöldið í kvöld verði betra Wink (lesist: Ég vona að stjórnin falli).

 

Óver and át. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband