Íshokkí

Ég er mikill íshokkíunnandi.

Það er mjög spes munurinn á karla og kvennahokkíi á Íslandi.

Það eru strangari reglur hjá konum. Við megum ekki vera jafn grófar við andstæðinga okkar, og svo eru strangari reglur með hjálma og hálshlífar. Ég man ekki nákvæmlega hvernig reglurnar eru, þar sem ég er sátt við minn hjálm,  en það er greinilegt að konur mega ekki fá sár og ör í andlitið, eins og karlarnir ;)

Í Birninum, sem er eina íshokkíliðið í Reykjavík sem býður upp á kvennahokkí, þurfa stelpurnar að nota búninga frá Meistaraflokki Karla. Þær fá ekki sína eigin búninga, heldur þurfa að nota sveittar treyjur frá köllunum. Sjaldnast passa þær vel. Þeir fá aftur á móti allan ágóðann af auglýsingunum sem eru í bak og fyrir á treyjunum. Ætli þeir hafi notað þann pening upp í risastóra einkabúningsklefann með stóra sjónvarpinu, leikjatölvunum og sófasettinu? Mér skilst að þeir borgi heldur ekki félagsgjöld, eins og Meistaraflokkur kvenna þarf að gera. 

Stelpurnar semsagt nota búningsklefa sem eru allt of þröngir (þetta er ekkert lítill útbúnaður sem maður þarf), þær skauta um í auglýsingum sem strákarnir fá borgað fyrir, og þær þurfa að borga fyrir það. 

Minn draumur er sá að kvennahokkí verði vinsælla. Að fólk fari að mæta á leikinn. En til þess þarf víst að auglýsa, þó það væri nú ekki nema A4 blað í Egilshöllinni.

 


mbl.is Skautafélag Reykjavíkur Íslandsmeistari annað árið í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Þetta virðist almennt í íþróttum á Íslandi. Ég spilaði einu sinni með meistaraflokki Þórs í fótbolta og við fengum bara að æfa á grasi ef enginn karlaflokkanna þurfti á grasinu að halda. Sjötti flokkur karla (litlu strákarnir) voru látnir ganga fyrir meistaraflokki kvenna. Kemur mér ekki á óvart að þetta sé eins í hokkíinu.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 26.4.2007 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband