Magnað

Fyrsta sem mér datt í hug eftir að lesa þessa frétt var "æi en sorglegt að þetta skuli vera svona". Næsta hugsun var samt "en frábært að það sé svo margt búið að breytast". 

Fyrir tíu árum var leikkonu útskúfað fyrir að kyssa aðra leikkonu í sjónvarpsþætti. Í dag höfum við þætti eins og The L-word, Queer as Folk, Queer Eye for the Straight guy, Sugar Rush, Will & Grace, og þessir þættir eru ekkert tiltökumál. Samkynhneigð  er í flestum hópum samfélagsins alveg eðlilegur og viðurkenndur hlutur. Margt eldra fólk og þeir sem sökkva sér allt of djúpt í trúarbragðadjúpulaugina eru reyndar oft með gífurlega fordóma, en mér virðist sem flestir séu frekar opnir fyrir þessu. Sem er auðvitað hið allra besta mál.
Fólk á ekki að þurfa að fela hvað og hverjir þau eru. Þú átt ekki að þurfa að missa vinnu, vini, fjölskyldu, réttindi, af því að þú ert gay en ekki straight. Ég var heldur ekki rekin þegar ég ákvað að fá mér hamstur en ekki kött. Þetta er bara hlutur sem kemur öðrum ekki við, og þannig á það bara að vera. 

 

Svo er eitt sem fer svo innilega í mínar fínustu taugar. Það er þegar fólk heldur að það sé bara svart og hvítt. Annað hvort ertu straight eða gay. Ef þú segist vera bi, þá ertu athyglissjúkur loddari. En hvernig getur þetta fólk vitað hvað öðrum finnst og hvernig öðrum líður?  Það er rétt, það eru mjög margar stelpur sem þykjast vera bi til þess að fá athygli, en það eru miklu fleiri stelpur sem eru það í alvöru. Margir halda því jafnvel fram að allir séu það, bara á misjöfnum stað í skalanum. Ég veit nú ekki um það, en ég veit af persónulegri reynslu að þetta er ekki algjörlega svart og hvítt, það eru nokkur afbrigði af gráum inn á milli Wink


mbl.is Fékk ekki vinnu í ár eftir að hún kyssti Ellen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

góður punktur með hversu margt hefur breyst :)

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 24.4.2007 kl. 13:07

2 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

... svo er líka fullt af strákum bi ... það virðist hins vegar mun viðkvæmara og ekki margar stelpur sem ég þekki sem vilja vera með bi strák

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 24.4.2007 kl. 13:08

3 Smámynd: Arfi

Já það virðist einmitt vera sem að bi strákar sé viðkvæmara mál heldur en restin. Ég er bi stelpa, og ég var ekkert smá ringluð og rugluð þegar ég var að átta mig á þessu. Er ég gay eða er ég straight? Svoleiðis pælingar. Svo er líka spurning hvort það séu meiri fordómar gagnvart hommum (og bi strákum) heldur en lesbíum (og bi stelpum)? Ég er ekki frá því. Það gæti útskýrt hvers vegna það er svona miklu viðkvæmara fyrir stráka að koma úr skápnum.. svo eru líka svo margir sem skilja ekki tvíkynhneigð, og kalla það bara vitleysu. Æi ég vona að þú skiljir hvað ég er að fara

Arfi, 24.4.2007 kl. 14:13

4 identicon

Er sjálfur samkynhneigður og mjög ánægður með þróunina seinustu árin. Samkynhneigðir (þá aðallega hommar) eru ekki lengur bara furðulegar aukapersónur í grínmyndum. Annars man ég vel eftir fyrstu samkynhneigðu persónunni sem ég sá í sjónvarpinu, það var Matt úr þáttunum Melrose Place. Á þeim tíma var það örugglega stórt skref bara það að hafa homma sem einn af aðalpersónunum. Samt alveg áberandi hversu varlega þeir fóru í það, allar hinar persónurnar sáust reglulega kela hálfnaktar en aldrei sást meira en faðmlög þegar kom að Matt. Svo já gaman að sjá þróunina fara alla leið núna eftir aldarmótin :)

Geiri (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 16:39

5 Smámynd: Arfi

Þetta er já góð þróun, sem betur fer. 

Aftur á móti er önnur þróun sem er síður góð. Eða hvað?
Ég var í stelpupartýi um daginn, og ein okkar varpaði þessu fram:
Í myndinni Emil í Kattholti, byggt á sögu Astridar Lindgren, voru Emil og Alfred vinnumaðurinn góðir vinir. Þeir fóru meðal annars naktir í sund og voru eitthvað að ærslast. Tíu ára strákurinn og vinnumaðurinn, ætli hann hafi ekki verið um þrítugt. Þegar við stelpurnar sáum þessa mynd fyrir mörgum mörgum árum fannst okkur ekkert athugunarvert við þetta, en vinkona mín sem horfði á hana um daginn fékk hálfgert sjokk, fannst bara óþægilegt að sjá fullorðna manninn, algjörlega óskyldan dregnum, leika sér svona með stráknum.

En þá er spurningin; erum við orðin svona miklar pempíur eða er þetta bara vitundarvakning? Eða er bara svona mikil aukning í misnotkun á börnum? 

Arfi, 24.4.2007 kl. 19:25

6 Smámynd: Arfi

Einmitt!

En þessi paranoia stafar þá af þessari vitundarvakningu sem er í gangi. Fólk vill náttúrulega vernda sig og sína, og fólk áttar sig á því að hver sem er gæti verið svona ódæðismaður. 

Arfi, 24.4.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband