30/60, 90/180

Arfinn býr við fallega 30-götu. Hámarkshraði vélknúinna ökutækja er semsagt 30 kílómetrar á klukkustund. Þar sem ég er löghlýðinn borgari, eða reyni það að minnsta kosti, keyri ég ekki yfir hámarkshraða. Öðrum til mikillar mæðu! Ég hef lent í því að tekið sé fram úr mér, að það sé flautað á mig, og það gerist á nærri því hverjum degi að þeir zik-zaka á bak við mig og spyrna svo þegar ég beygi inn á bílastæðið við húsið mitt. Þeirra óþolinmæði per se truflar mig nú ekki, mér finnst gaman að sjá angistarsvipinn á þeim í baksýnisspeglinum. En það truflar mig að fólk hikar ekki við að keyra ALLT of hratt þessa götu, ég giska á að fólk sé oftar en ekki yfir 60 kílómetrunum.

 

Sé hámarkshraði 30-35 km/klst og akstur yfir leyfilegum hámarkshraða er:
16-20 km/klst: 1 punktur
21-25 km/klst: 2 punktar
26-30 km/klst: 3 punktar
31 - km/klst eða meira: 4 punktar

 

Svo bætast auðvitað við sektir. Þannig að ef manneskja keyrir götuna mína á 60 km/klst þá má viðkomandi eiga von á 3 punktum (4 ef það eru 61 km/klst!) og fjársekt.

 

Þess má geta að 30 -> 60 = 90 -> 180.

Við götuna mína eru tvær heilbrigðisstofnanir fyrir eldri borgara. Maður sér þá oft í spássitúrum um hverfið. Auk þess eru 3 stórar blokkir (ég er íbúi einnar þeirra) sem hýsa marga tugi - ef ekki hundruði - eldri borgara. Þeir eiga líka til að hætta sér útfyrir á fallegum júnídögum. Ef þeir verða fyrir bíl á 60 km/klst, þá er ég ekki viss um að þeir fái að sjá mikið fleiri fallega júnídaga. Efst í götunni - sem er brekka - er beygja. Ég bý við þessa beygju. Ég sé ekki vel hvort það sé bíll á leiðinni, en þar sem þeir ættu nú ekki að vera á miklum hraða þá er það ekkert hræðilegt. Maður ætti að komast yfir götuna áður en þeir koma nálægt manni. Nema auðvitað að maður sé 90 ára gamall, í göngugrind, og bíllinn á allt of miklum hraða.

 

 

Svo vil ég vinsamlegast biðja ykkur sem vitið hver þið eruð, að flauta EKKI á fólk sem vill bara vera löghlýðið. EKKI hvetja aðra til þess að brjóta reglurnar, EKKI halda að allir rassar eigi að snúast um ykkar. Þið eruð ekki fucking sólin. Ef þið hafið svona óóóstjórnlega löngun til þess að kitla bensíngjöfina og prófa 5. gírinn í íbúðarhverfum, þá er spurning hvort þið ættuð ekki bara að flytja til Þýskalands. Ég allaveganna er ekki að fara að keyra hraðar bara af því að einhverjir fæðingarhálftar eru of tregir til að skilja umferðarlögin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband