Fínt bara

Flott að fólk sé að taka sinn tíma, deyja ekki úr stressi, nái að njóta námsins og geti jafnvel tekið auka áfanga.

Ég er fædd árið 1987, sem þýðir það að ég hefði átt að útskrifast síðastliðinn laugardag.
Haustið 2006 var fremur erfitt fyrir mig, andlega. Ég fékk þess vegna að taka mér frí frá skólanum, og sneri til baka í janúar.

 Mér hefur aldrei gengið jafn vel í skólanum og á þeirri önn sem var að klárast. Þrátt fyrir veikindi - að þessu sinni frekar á líkamlegu hliðinni heldur en á hinni andlegu. Ég þakka þessu fríi fyrir það, ég náði að hvíla mig frá þessu og kom til baka hress, áhugasöm og endurnærð.

Núna á ég 24 einingar eftir. Ég gæti tekið þær allar í haust og útskrifast um jólin, en hvers vegna að taka það margar einingar og fá kannski ef til vill bara sexur - þar sem 24 einingar er ekki lítill pakki?

Nei, ég vil það ekki. Ég ætla að byrja í fjarnámi í júní, og taka 9 einingar. Tölfræði, afbrigðasálfrði og jarðfræði, as a matter of fact. Í haust mun ég taka 9 einingar í fjarnámi - með ca 60% vinnu-, ég ætla að flytja til útlanda um jólin. Í janúar tek ég svo 6 einingar, og útskrifast í maí.

Þá verð ég búin að vera í menntaskóla, með hléi, í 5 ár. Og ef einhver dirfist að kalla mig aumingja, fallista eða letingja, þá buffa ég viðkomandi.

 

Vinkona mín fékk peningaverðlaun fyrir að nýta sér áfangakerfið einstaklega vel. Einnig fékk hún verðlaun fyrir góðan árangur í líffræði, og bókaverðlaun fyrir að vera einingadúx. Hún útskrifaðist á þremur brautum á fjórum árum.
Ég, hinsvegar, mun útskrifast með 141 einingu af einni braut á 5 árum. Ég skammast mín ekki neitt.

 

Og ef einhver sem gæti mögulega lesið þetta veltir því fyrir sér af hverju ég sé í svona mikilli vörn, ef vörn má kalla, þá er það af því að ég hef fengið nóg af fólki sem telur mann minni mann (konu?) fyrir að taka stúdentsprófið ekki á þessum stöðluðu 4 árum - helst af fleiri en einni braut.

Fokk jú, bitses.


mbl.is Helmingur nýstúdenta eldri en 20 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband