Eins og heimavist?

Ég hef nú aldrei búið á heimavist, en ég hef heimsótt eina slíka á Íslandi. Ég man ekki alveg hversu mörg herbergi voru á ganginum, held þau hafi verið 14 einstaklingsherbergi. Það voru 2 sturtur, ein fyrir karlmenn og ein fyrir kvenmenn. Ég heyrði aldrei neinn kvarta undan því...

 

Ágæt vinkona mín er að leigja herbergi uppi í Breiðholti. Þetta eru um það bil 8 fermetrar, og hún deilir klósetti og sturtu með 4 öðrum herbergjum, sem hafa 1-2 íbúa í hverju.

 

Þegar fólk vill leigja ódýrt held ég að það sé ekkert að setja útá það að þurfa að deila baðherbergi... Ef þeir væru ekki að leigja þarna væru þeir að leigja almennt, og jeminn, ég veit að það er ekki ódýrt. Margir útlendingar eru hérna tímabundið til að vinna sér inn pening, lifa ódýrt hér á meðan, og fara svo aftur heim og lifa í vellystingum. Ef þeir eru sáttir í þessu húsnæði, af hverju ætti einhver að vera að rífa þá þaðan og láta þá eyða peningunum sínum í leigu?


mbl.is „Alvarlegar athugasemdir við fréttaflutning Íslands í dag"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband