Ég man...

...þegar ég fór til Marokkó fyrir 2 árum síðan. Á landamærum Ceuta (landskiki í eigu Spánverja í norður-Afríku) og Marokkó var stranglega bannað að vera með myndavélar uppivið. Ég velti mér ekkert mikið uppúr því þá, setti hana niður í tösku og hélt áfram minnar leiðar. Seinna komst ég að því að ástæða myndavélabannsins er sú að það kemur stjórnvöldunum svo voðalega illa ef að myndir leika um netið af landamæravörðum að berja vegabréfslausa Marokkóbúa. Það er víst nær því daglegt brauð. Því miður.

 Reglur með vegabréf eru á þann veg í Marokkó að aðeins þeir sem hafa fasta atvinnu mega fá vegabréf. Það er gert til þess að atvinnulaust fólk streymi ekki til annara landa, eins og til dæmis Spánar. Því miður eru mjög margir atvinnulausir í Marokkó. Fólkið getur ekki fundið sér vinnu, en getur heldur ekki farið neitt. Ferðamenn þurfa að passa vel uppá vegabréfin sín, þar sem fólk reynir stundum að ræna þeim og nota þau sjálf. Skil samt ekki alveg hvað fólk í Marokkó ætti að gera með vegabréfið mitt, þar sem ég er ljóshærð og bláeygð, en ojæja...


mbl.is Tveir féllu í hryðjuverkaáhlaupi lögreglu í Marokkó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband