9.4.2007 | 22:00
Stress í gangi!
Ég er á nálum.. og á morgun verð ég undir hnífum. Er að fara í tvær aðgerðir, eina á hvorri hönd. Jeminn hvað ég er hrædd! Ég er að hanga eins mikið í tölvunni og ég get í dag, því ég veit fyrir víst að eftir þessar aðgerðir á ég eftir að verða þreytt á því að reyna að skrifa eitthvað. Ég reyndi það eftir fyrstu tilraunina til að laga hendurnar, ekki sniðugt.
Er búin að vera lasin í dag og seinnipart gærdagsins, ligg bara uppi í rúmi með fartölvuna. Svo byrjar skólinn á miðvikudaginn, og ég er ekki búin að vera eins dugleg og ég hefði óskað að læra. Ætli ég segi mig ekki bara úr jarðfræðinni, er ekki búin að gera neitt alla önnina svona er þetta, þegar maður hefur ekki áhuga á áföngunum!!
Kannski ég skríði útí búð snöggvast, þarf að fá mér að borða í kvöld þar sem ég má ekki borða neitt á morgun..
Athugasemdir
Gangi þér vel á morgun
Jóna Á. Gísladóttir, 9.4.2007 kl. 22:22
Þakka fyrir
arfi (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.